Saltið, til dæmis borðsalt, er í raun tvær hlaðnar sameindir bundnar saman. Þessar sameindir eru einmitt bundnar saman vegna þess að þær eru hlaðnar, önnur mínushlaðin og hin plúshlaðin. Þegar þær komast í snertingu við vatn losna tengin sem binda þær saman og þær verða lausar jónir (hlaðndar sameindir) í vatninu.

Í tilfelli borðsaltsins verður til plúshlaðin natríum-jón og mínushlaðin klóríð-jón. Um leið og jónirnar komast í snertingu við vatnið smeygja þær sér svo inná milli vatnssameindanna og koma þannig í veg fyrir að vatnssameindirnar haldist saman, eins og gerist þegar vatn frýs. Á mannamáli kallast þetta að lækka bræðslumark vatns sem er venjulega 0°C, en þegar salti (NaCl) er bætt útí lækkar bræðslumarkið að u.þ.b 9°C. Ef við viljum fara ennþá neðar, þegar enn kaldar er úti, er gott að nota önnur sölt svo sem MgCl2.

Hér má sjá skemmtilegt myndband þar sem bræðslumarksbreytingunum er lýst.