JaneGoodall

Jane Goodall fæddist í London árið 1934. Sem barn fékk hún leikfanga simpansann Jubilee að gjöf frá föður sínum og var það þá sem áhugi hennar á dýrum kviknaði fyrir alvöru.

Árið 1957 bauð vinur Goodall henni í heimsókn á búgarð foreldra sinna í Kenía. Þar hitti Goodall mann- og fornleifafræðinginn Dr. Louis Leaky og vildi svo til að hann var að leita að manneskju til að rannsaka simpansa sem þá voru lítt þekktir. Þrátt fyrir það að Goodall hafði ekki lokið háskólanámi sannfærði hún Leaky um að hún væri rétta manneskjan í starfið. Seinna (árið 1961) fékk Goodall stöðu í doktorsnám við Cambridge háskóla og er hún ein fárra sem hefur verið tekin inn án þess að hafa lokið B.Sc. eða B.A. gráðu. Doktorsnáminu lauk hún árið 1966 og bar ritgerð hennar heitið “Behaviour of the Free-Ranging Chimpanzee”.

Þegar Goodall var 26 ára gömul ferðaðist hún til Tansaníu þar sem hún hóf rannsóknir sínar á simpönsum. Goodall var ekki búin neinum nútímatækjum en hafði aðeins stílabók og sjónauka með sér. Á undraverðan hátt tókst Goodall að mynda samband við simpansa og eyddi 55 árum í rannsóknir á simpönsum í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu. Meðal þeirra uppgötvana sem Goodall gerði á þessum tíma var að simpansar geta nýta sér tól sem var áður talinn einstakur eiginleiki manna. Goodall afsannaði einnig þá kenningu að simpansar væru eingöngu grænmetisætur þegar hún fylgdist með þeim veiða og éta ýmis dýr.

Í dag er Jane UN Messenger of Peace en auk þess er húns stofnandi Jane Goodall Institute og Roots & Shoots verkefnisins. Hún hefur birt fjöldann allann af greinum, skrifað margar bækur og unnið til tugi verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín. Hún starfar nú aðallega við það að hvetja til verndunar á villtum dýrum og hvetur fólk til að bæta heiminn fyrir alla íbúa hans.

Heimildir
JaneGoodall.org
Wikipedia