Mynd: Mbl.is
Mynd: Mbl.is

Valentina Tereshkova (fædd 6. mars 1937) er rússneskur geimfari og var hún fyrsta konan sem fór út í geim. Hún er enn þann dag í dag eina konan sem hefur farið út í geim ein síns liðs.

Tereshkova var valin úr hópi fleiri en 400 umsækjenda til þess að vera flugmaður geimfarsins Vostok 6. Vostok 6 fór í loftið 16. Júní 1963 og var Tereshkova sú eina í áhöfninni. Geimferðin stóð yfir í tvo daga 23 klukkustundir og 12 mínútur og fór hún 48 sinnum í kringum jörðina í ferðinni.

Áður en Tereshkova varð geimfari starfaði hún í textílverksmiðju auk þess sem var áhugamanneskju um fallhlífastökk og hafði farið í 90 fallhlífastökk áður en hún flaug Vostok 6.

Eftir að geimferðinni lauk varð Tereshkova meðal annars áberandi í kommúnistaflokki Sovétríkjanna og lauk auk þess háskólagráðu í geimverkfræði og doktorsgráðu í verkfræði.

Í dag er Tereshkova 78 ára gömul og árið 2013 bauð hún sig fram í að fara í geimferð til Mars.

Heimildir:
Mbl.is
Wikipedia