Alexander Fleming var skoskur vísindamaður sem uppgötvaði pensilínið, sem fjallað var um í fróðleiksmola Hvatans fyrr á árinu. Alexander var menntaður líf-, lyfja- og grasafræðingur, hann hafði gríðarlegan áhuga á eiginleika manneskjunnar til að berjast við sýkingar, þ.e. ónæmiskerfinu og var það kveikjan að rannsóknum hann sem leiddu til uppgötvunar á pensilíni. Það var 1928 sem hann uppgötvaði pensilínið sem er framleitt í sveppnum Penicillium notatum.

Árið 1945 fékk hann nóbelsverðlaun fyrir þessar uppgötvanir sínar, ásamt Howard Florey og Ernst Boris Chain en það voru þeir Howard og Ernst sem tókst að rækta sveppinn í miklu magni og gerðu þannig mögulegt að einangra virka efnið. Uppgötvun Penicillium notatum átti sér eiginlega stað fyrir einskæra tilviljun, en hún varð vegna mengunar á rannsóknarstofu Alexanders. Hann var þá að rannsaka bakteríur sem tilheyra Staphylococci. Einn daginn sá Alexander að sveppasýking hafði komist í ræktirnar hans og tók hann þá eftir því hvernig bakteríurnar sem voru nálægt sveppnum hegðuðu sér öðruvísi en þær sem ekki voru nálægt. Seinna sá hann að fleiri bakteríur sýndu sömu viðbrögð.

Uppgötvun Flemings var byltingakennd, þegar heimurinn loks áttaði sig á því hvað þarna var á ferðinni. Það var í raun ekki fyrr en í seinni heimstyrjöldinni sem sýklalyf voru notuð til að meðhöndla sýkingar og kom þá fljótt í ljós hversu ótrúleg uppgötvun þarna var á ferð. Fleming náði að sjá uppgötvun sína komast á kortin en hann lifði til ársins 1955, fæddur árið 1881.

Heimildir:
Famous Scientists
Wikipedia