rosalind-franklin-legacy-merl

Rosalind Franklin fæddist þann 25. júlíð 1920 í London. Hún var efnafræðingur og röntgenkristallafræðingur. Franklin átti stóran þátt í því að varpa ljósi á byggingu DNA, RNA, veira, kols og grafíts.

Áhugi Franklin á vísindum kviknaði snemma er hún var í námi við einn af fáum skólum fyrir stúlkur þar sem boðið var upp á kennslu í eðlis- og efnafræði. Þegar Franklin var 15 ára gömul ákvað hún að hún vildi verða vísindamaður þrátt fyrir að faðir hennar væri mótfallinn því að konur menntuðu sig á framhaldsstigi. Franklin fékk þó sínu framgengt og útskrifaðist úr Cambridge árið 1941.

Árið 1942 hóf Franklin störf við rannsóknir á byggingu á kolefni og grafíti við British Coal Utilization Research Association. Síðar varð efni vinnu hennar þar grunnurinn að doktorverkefni hennar í eðlisefnafræði sem hún lauk árið 1945.

Eftir að doktorsnáminu lauk starfaði Franklin meðal annars í París þar sem hún lærði bylgjubognun á röntgengeislum. Frá París lá leið hennar síðan til Kings College í London þar sem hún kynntist manni að nafni Maurice Wilkins.

Það var þá sem að Franklin hóf að vinna við DNA rannsóknir við hlið Wilkins. Sagan segir að Wilkins hafi komið fram við Franklin líkt og hún væri aðstoðarkona fremur en jafningi sem var ekki óvenjulegt á þeim tíma vegna stöðu kvenna í samfélaginu.

Þrátt fyrir mótlætið gafst Franklin ekki upp og var hún nálægt því að leysa ráðgátuna um byggingu DNA á árunum 1951 til 1953. Þeir Watson og Crick urðu þó fyrri til að birta grein um byggingu DNA helixins. Birting þeirra átti sér einmitt stað í kjölfar þess að Wilkins sýndi Watson kristallamyndir af DNA sem Franklin hafði tekið og var það þá sem Watson áttaði sig á því hver byggingunni væri háttað og fékk grein þeirra birta í Nature stuttu seinna.

Ljóst er að Franklin átti stóran þátt í því að skýra byggingu DNA helixins en því miður var hlutverk hennar ekki viðurkennt fyrr en eftir dauð hennar. Franklin lést 37 ára gömul úr krabbameini í eggjastokkum og hlutu þeir Watson og Crick, auk Wilkins Nóbelsverðlaun fyrir störf sín fjórum árum seinna. Watson stakk síðar upp á því að Franklin fengi einnig Nóbelsverðlaun en fékk þau svör að verðlaunin væru ekki gefin út eftir andlát einstaklings.

Heimildir:
SDSC
Wikipedia