Mynd: Jorge Cabrera/Reuters
Mynd: Jorge Cabrera/Reuters

Centres for Disease Control and Prevention (CDC) í Bandaríkjunum hefur staðfest að 234 þungaðar konur í Bandaríkjunum hafi smitast af Zika veirunni. Hingað til hafa þrjú börn fæðst með fæðingagalla og þrjú fósturlát orðið. Í það minnsta eitt barnanna hefur fæðst með dverghöfuð. Ekki hefur verið gefið út hversu margar kvennana eru enn þungaðar.

Í kjölfar tilkynningarinnar hefur verið bent á að tilkynningin veki í raun upp fleiri spurningar en hún svarar. Tilkynningin segir ekkert um hlutfall fæðingagalla þar sem ekki er vitað hversu margar eru enn þungaðar. Að sögn talsmanns CDC er tilkynningin þó aðeins sú fyrsta og munu frekar fréttir berast um stöðuna á næstunni.

Denise Jamieson, hjá CDC, sagði í samtali við New York Times að stofnunin væri í erfiðri stöðu. “Við getum ekki veitt miklar upplýsingar um hvað þessar konur eru staddar á meðgöngu sinni. Við viljum ekki óvart veita upplýsingar um erfiðar ákvarðanir sem þessar konur eru að taka um þunganir sínar.”