_49546915_010440350-1

Bill og Melinda Gates hafa veitt Oregon Health & Science University 5 milljón dala styrk til þróunar á nýrri tegund getnaðarvarnarpillu. Markmiðið er að þróa pillu sem ekki þarf að taka inn daglega og skapa þannig getnaðarvörn sem er örugg og aðgengileg. Pillan er sérstaklega hugsuð fyrir þær konur sem eiga börn fyrir og vilja ekki eignast fleiri, samkvæmt fréttatilkynnungu The Gates Foundation.

Aðgangur að getnaðarvörnum er vandamál víða um heim. Jeffery Jensen, kvensjúkdómalæknir hjá Oregon Health & Science University, hefur það að markmiði að gera allar þunganir eigi sér stað vegna þess að viljinn til að eignast barn er til staðar. Hann bendir á í samtali við Portland Business Journal að samkvæmt rannsóknum vilji um helmningur kvenna í Úganda ekki verða þungaðar. Það eru þó aðeins um 2% þeirra sem hafa aðgang að varanlegum getnaðarvörnum.

Jensen skoðar nú möguleikann á því hvort lyf gegn hnútabláæðum, sem nú þegar er samþykkt í Bandaríkjunum, geti virkað sem varanleg getnaðarvörn. Klínískar rannsóknir á virkni lyfsins í prímötum eru þegar hafnar og lofa góðu.

Bill og Melinda Gates hafa varið miklum fjármunum í þróun getnaðavarna. Sem dæmi má nefna að í fyrra styrktu þau fyrirtækið MicroCHIPS um 6,7 milljóna dala til að vinna að þróun getnaðarvarnarígræðslu sem hægt er að stjórna með fjarstýringu og getur enst í allt að 16 ár. Búist er við að getnaðarvörnin komi á markað árið 2018. Auk þess hafa samtök þeirra varið fjármunum í að þróa smokk sem veitir meiri ánægju en þeir sem nú eru á markaði.