Mynd: Love, know, speak and do
Mynd: Love, know, speak and do

Reykingar meðal almennings virðast sem betur fer vera á undanhaldi, færra ungt fólk byrjar að reykja og þeim reykingamönnum fjölgar sem tekst að hætta. Reykingar virðast þó enn vera hluti af áfengisneyslu margra og það er víst ekki að ástæðulausu.

Í rannsókn sem unnin var við University of Missouri er notast við mýs til að skoða hvaða áhrif reykingar og áfengisneysla hafa á heilann. Í ljós kom að nikótínið hefur áhrif á ákveðið svæði í framheilanum sem leiðir til þess að einstaklingurinn hættir að vera syfjaður. Áfengi hefur reyndar áhrif á sama svæði, en þá með öfugum formerkjum þ.e. gerir einstaklinginn syfjaðann.

Nikótínið dregur sem sagt úr þeim áhrifum áfengist að við verðum syfjuð og á sama tíma virkjast verðlaunastöðvar heilans við nikótínneysluna sem leiðir enn frekar til áfengisneyslu. Þetta telja vísindamenn vera að hluta til skýringu þess hvers vegna einstaklingar sem eru háðir áfengi verða einnig háðir nikótíni, en saman skapa þessi efni vítahring sem leiðir til enn meiri neyslu.