cataracts

Starblinda (cataracts) á sér stað þegar ský myndast á augasteini og hann verður ógagnsær. Sjúkdómurinn veldur um helmingi tilfella blindu í heiminum en hægt er að meðhöndla hann með skurðaðgerð. Tilraunir á nýjum augndropum vekja vonir um að hægt verði að meðhöndla starblindu með augndropum í framtíðinni.

Það var prófessor að nafni Kang Zhang with University of California San Diego sem ákvað ásamt rannsóknarhóp sínum að rannsaka tvær fjölskyldur sem áttu börn með meðfædda starblindu. Rannsóknir hópsins leiddu í ljós að stökkbreyting á geni sem framleiðir lanósteról var til staðar í börnunum. Undir eðlilegum kringumstæðum kemur lanósteról í veg fyrir að prótein loði við hvort annað í augasteininum og valdi því að hann verði ógagnsær. Stökkbreytingin verður aftur á móti til þess að lanósterólið hefur ekki tilætluð áhrif og ský myndaðist í augasteini.

Í kjölfar rannsóknarinnar ákvað rannsóknarhópurinn að reyna að þróa augndropa sem innihéldu lanósteról með það að markmiði að meðhöndla starblindu.

Augndroparnir hafa nú verið prófaðir í hundum með starblindu sem fengu augndropa tvisvar á dag í sex vikur. Eftir þann tíma hafði starblindan minnkað marktækt og má sjá dæmi þess á myndinni hér að neðan.

IMk3yrX

Vegna þess að rannsóknin stóð aðeins yfir í nokkra mánuði er líklegt að starblindan hafi versnað aftur eftir að notkun dropanna var hætt, að sögn Zhang. Zhang vonar að í framtíðinni verði hægt að nota augndropana til að koma í veg fyrir myndun starblindu og að lokum finna ódýrt en jafnframt árangursríkt lyf sem hægt sé að nota á svæðum þar sem heilbrigðiskerfið er lélegt og biðlistar langir.

IFLScience ræddi við Manuel Datiles, sérfræðing í augnlækningum, um rannsóknina. Að sögn Datiles munu augndropar ekki geta komið í stað aðgerðar á næstunni en hann segir niðurstöður rannsóknarinnar áhugaverðar.

Nú þegar eru til augndropar sem hafa svipaða virkni en nota aðrar aðferðir. Hann segir að þörf sé á því að finna fjölvirk efni sem vinna saman til að meðhöndla og koma í veg fyrir starblindu. Hann bætir við að hann telji að augndropar muni verða lykilþáttur í því að meðhöndla starblindu í framtíðinni. Nú þegar geti mörg þróunarlönd ekki annað eftirspurn eftir aðgerðum og líklegt er að þeir sem ekki komast að verði blindir.

Niðurstöður rannsóknar Kang Zhang og rannsóknarhóps hans voru birtar í tímaritinu Nature.