Cow

Nautaberklar (e. bovine tuberculosis) eru algengt vandamál í nautgripum í mörgum löndum heimsins. Þeir geta einnig smitast í menn þó það sé sjaldgæft. Sjúkdómurinn veldur miklum skaða í þeim löndum sem hann er útbreyddur í, til dæmis var yfir 26,000 nautgripum slátrað í Bretlandi árið 2013 vegna sjúkdómsins.

Nú hefur vísindamönnum við Northwest A&F University í Kína tekist að erfðabreyta nautgripum með því að flytja gen úr músum í erfðaefni þeirra. Kýrnar með genið reynast vera hæfari til að verjast nautaberklum og standa vonir til um að með því að rækta ónæmar kýr verði hægt að koma í veg fyrir það að slátra þurfi nautgripum vegna sjúkdómsins í framtíðinni.

Genið sem um ræðir ver þó kýrna eingöngu gegn vægri nautaberklasýkingu og eru næstu skref að kanna hvort erfðabreyttu kýrna séu ónæmar fyrir hærri styrk bakteríunnar.

Greinin var birt í Proceedings of the National Academy of Sciences, hægt er að nálgast hana hér.