eye
Blinda getur verið tilkomin vegna ýmissa kvilla, skaða á augum, skaða á sjóntaug eða hrörnun frumna í sjónhimnu svo eitthvað sé nefnt. Þetta síðastnefnda getur gengið í erfðir og hrjáir milljónir manna í heiminum. Nýleg rannsókn sem birt var í vísindaritinu PLOS gæti kveikt von í brjósti þeirra sem eiga á hættu að þróa með sér blindu.

Í rannsókninni var sjónum vísindanna beint að blindu sem orsakast í hrörnun frumnana sem skynja ljós og eru staðsettar í sjónhimnunni. Meðal þessara tilteknu einstaklinga virðist hrörnun ljósviðtakafrumnanna ekki hafa áhrif á aðrar frumur sem staðsettar eru í sjónhimnunni og gegna öðrum hlutverkum. Hópur undir stjórn Sonja Kleinlogel í University of Bern ákvað að nýta sér þær frumur sjónhimnunnar sem enn voru heilbrigðar til að endurheimta sjónina sem hafði tapast.

Til að búa til þessar staðgengilsfrumur notaðist hópurinn við prótín þar sem þau skeyttu saman tveimur prótínum sem notuð eru í öðrum frumum í sjónhimnunni. Annað þeirra hefur eiginleikann að virkjast við ljós (melanopsin) og hitt prótínið gegnir hlutverki við að efla ljósmerki í sjónhimnunni (mGluR6) Samsetta prótínið kallast Opto-mGluR6. Þar sem bæði prótínin koma upphaflega úr sjónhimnunni eru litlar líkur á að ónæmiskerfið skilgreini það sem aðskotahlut. Annar kostur við Opto-mGluR6 er að það þarf ekki mikla örvun til að koma af stað merki til sjóntaugarinnar, en slíkt hefur verið vandamál í þessum rannsóknum hingað til þar sem sterkt ljós þarf til að koma af stað boði og það getur haft skaðleg áhrif á augun.

Opto-mGluR6 var svo tjáð í ON-bipolar frumum í músum, en mGluR6 er upprunnið í þeim frumum. Þessar frumur, undir venjulegum kringumstæðum gegna hlutverki við að efla merkið sem ljósviðtakafrumurnar skynja. Þegar mýs með skerta sjón tjáðu samsetta prótínið í ON-bipolar frumum sínum var marktæk aukning á ljósskynjun músanna sem bendir til þess að með þessum staðgenglafrumum er hægt að bæta fyrir tapaða sjón.

Nú gæti verið raunverulegur möguleiki á því að bindir einstaklingar endurheimta sjónn sína við dagsbirtu. en ekki sterkt ljós eins og áður þurfti. Enn á þó eftir að prófa aðferðina í mannafrumulínum og svo í mönnum en miklar vonir standa til að þessar niðurstöður muni skila góðum árangri við meðferð gegn blindu. Hér má lesa fréttatilkynningu um rannsóknina.