Breastfeding for newborn baby

Nýfædd börn þola eingöngu eina fæðu, sem er mjólk, og móðurmjólkin er best til þess fallin þar sem í henni eru öll þau næringarefni sem lítill líkami þarf. Þrátt fyrir það eru ekki allar konur sem geta gefið brjóst og þá er mikilvægt fyrir þær að geta gefið þurrmjólk sem hermir sem best eftir þeirri mjólk sem þær myndu framleiða sjálfar, svo mjólkin geri sama gagn. Hluti af því sem gerir móðurmjólkina svona holla er að hún er stútfull af prótíni sem kallast epidermal growth factor (EGF) sama efni og er virka efnið í hinum frægu EGF dropum. EGF er vaxtaþáttur sem nýlega hefur sýnt gildi sitt í móðurmjólk til varnar því sem kallast þarmadrepsbóla (necrotizing enterocolitis) og er önnur stærsta orskök fyrirburadauða.

Í þarmadrepsbólgu fer af stað ónæmissvar í þörmum einstaklingsins sem leiðir til þess að vefurinn deyr. 12% fyrirbura fá sjúkdóminn og af þeim deyr fjórðungur en þeir sem lifa hann af hafa oft skerta meltingastarfsemi vegna styttri þarma. Sjúkdómsþróunin er ekki að fullu skilgreind en þó er vitað að prótín sem spilar stóra rullu í ónæmiskerfinu, toll like receptor 4 (TLR4) kemur upphafsskrefunum af stað, sveltir vefinn af súrefni og kallar til bólgusvar.

Í rannsókn sem unnin var við Johns Hopkins spítalann í Baltimore Bandaríkjunum, sýnir vísindahópurinn fram á að móðurmjólkin gefur verndandi áhrif gegn þessari hegðun TLR4.

Hópurinn notaðist fyrst við frumuræktir, sem þeir meðhöndluðu með hitaðri mjólk eða óhitaðri mjólk áður en þeir sýktu með bakteríum sem virkja TLR4. Skýr munur var á vikrjun TLR4, þar sem hitaða mjólkin hafði mun minni áhrif á virkjunina.

Næst notaði hópurinn venjulega mjólk annars vegar og EGF snauða mjólk hins vegar og viðbrögð frumnanna voru eins. EGF snauð mjólk gaf ekki vernd gegn TLR4 virkjun og frumurnar tóku að drepast. Þegar sömu vökvar voru prófaðir í músaungum komu sömu niðurstöður í ljós og ungar sem fengu EGF snauða mjólk þróuðu með sér sjúkdóm á borð við þarmadrepsbólgur.

Að lokum prófaði hópurinn að nota venjulega mjólk, með EGF, til að meðhöndla þarmadrepsbólgur í músaungum. Músaungar sem fengu mjólk með EGF sýndu merki um bata, meðan músaungar sem fengur EGF snauða mjólk gerðu það ekki.

Þessar niðurstöður, ef þær verða staðfestar í mönnum, gætu leitt til breyttrar meðferðar gegn þarmadrepsbólgum í fyrirburum og gætu því bjargar fjölda barna frá miklum óþægindum eða jafnvel dauða. Einnig eru niðurstöðurnar hjálplegar við framleiðslu á þurrmjólk þar sem mikilvægt er að hafa í huga hvaða efni eru til staðar í móðurmjólk og hversu nauðsynleg þau eru.