12191557_10153552695018387_6063373789498905763_n

Í hádeginu í dag fer fram fræðsluerindi um Nóbelsverðlaun í efnafræði 2015. Viðburðurinn er á vegum Vísindafélags Íslands og verður haldinn á Þjóðminjasafninu.

Í erindinu verður fjallað um rannsóknir á DNA viðgerð sem þeir Tomas Lindahl, Paul Modrich og Aziz Sancar fengu Nóbelsverðlaun fyrir á árinu. Það verða þau Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur og Stefán Þ. Sigurðsson sameindalíffræðingur sem kynna handhafana og er hægt að nálgast frekari upplýsingar um erindið hér.