Ebola Virus at 108,000 Magnification
Ebola Virus at 108,000 Magnification

CDC (Centers for Disease Control and Prevenetion) hefur gefið út leiðbeiningar sem bera heitið “You’ve survived Ebola! What’s next?”. Í leiðbeiningunum kemur fram áhættuþáttur sem almenningur hefur líklega ekki áttað sig á hingað til – kynlíf.

Ebóla lifir lengur í sæði en öðrum líkamsvessum en hingað til hefur verið talið að þeir sem smituðust af veirunni væru lausir við hana eftir þrjá mánuði. Annað kom þó á daginn þegar kona í Líberíu greindist með ebólu þann 20. mars síðastliðinn án þess að hafa komist í snertingu við neina áhættuþætti. Hún hafði þó stundað óvarið kynlíf með manni sem hafði smitast af ebólu í október 2014. CDC mælist því til þess að þeir sem fengið hafi sjúkdóminn forðist kynlfíf (munn-, legganga- og endaþarmsmök) þar til meira er vitað um það hversu lengi veiran er til staðar í sæði. Ef fólk ákveður að stunda kynlíf er mikilvægt að smokkur sé notaður til að takmarka áhættuna.

Vonir standa til um að hægt sé að komast til botns í því sem fyrst hversu lengi veiran lifir í sæði manna enda er mikilvægt að ekki skapist skömm í kringum þá sem hafa lifað af sjúkdóminn. Ekki er síður mikilvægt að fjölskyldur geti byrjað að lifa hefðbundnu lífi á ný eftir þær hörmulegu afleiðingar sem sjúkdómurinn hefur haft í för með sér.

Heimildir: IFL Science og Popsci