Í dag, 9. maí, gaf Alþjóðaheilbrigðisstofnunin út yfirlýsingu þess efnis að Líbería væri laus við Ebólu. 42 dagar eru síðan síðasti sjúklingurinn var borinn til grafar þann 28. mars. Á meðan faraldurinn stóð yfir í landinu létust fleiri en 4.700 manns af völdum sjúkdómsins og yfir 10.500 sýktust.
Ebólufaraldrinum er þó ekki lokið í öðrum löndum á svæðinu og voru ný tilfelli til dæmis tilkynnt í Sierra Leone og Gíneu í vikunni.