hololenshumanbody_1024

Í dag fer líffærafræðimenntun í heilbrigðisgreinum að miklu leyti fram með hjálp kennslubóka, mynda og skoðun á líkum. Það kann þó að vera að það breytist í framtíðinni því fyrirtækið Hololens hyggst bjóða upp á nýstárlegan möguleika: sýndaveruleika.

En hvernig myndi líffærafræðimenntun í formi sýndarveruleika fara fram? Holelens sér fyrir sé að það gæti verið í gegnum gagnvirka þrívíddarmynd af mannslíkamanum þar sem hægt er að sjá mismunandi hluta líkamans eftir þörfum og fá þannig heildstæða mynd á það hvernig mannslíkaminn lítur út að innan. Til að fá hugmynd um það hvernig þetta gæti litið út mælum við með því að skoða myndbandið hér að neðan.