supreme-genes

Á vefsíðu Íslenskrar erfðagreiningar má finna vefinn Erfðavísi. Þar eru grunnatriði erfðafræðinnar kynnt og er vefnum skipt í eftirfarandi kafla: klassísk erfðafræði, sameindaerfðafræði og litningar og genatjáning.

Erfðavísirinn er upprunalega frá Dolan DNA Learning Center við Cold Spring Harbor í Bandaríkjunum en hefur verið þýddur yfir á íslensku. Fræðsluefnið frá Dolan DNA Learning Center er margverðlaunað og hefur verið þýtt á fjölmörg tungumál. Tilgangur Erfðavísisins er að útskýra erfðafræði á einfaldan og skýran hátt og er vefurinn því kjörinn fyrir þá sem vilja fræðast um erfðir en hafa ekki grunn í erfðafræði fyrir.

Erfðavísi má finna hér.