Different-Races

Okkur mönnunum er almennt skipt upp í kynþætti eftir litarhætti og öðrum líkamlegum einkennum. En eru þessir kynþættir raunverulegir? Nei, að minnsta kosti ekki út frá vísindalegu sjónarhorni, að því er flestir vísindamenn telja.

Munurinn á milli mannfólks sem lifir í mismunandi heimsálfum er hverfandi. Mesta erfðafræðilega fjölbreytileikann má finna á milli fólks í Afríku sem skýrist af því að þar komu fyrstu mennirnir fram en meiri blöndun á erfaðefni hefur orðið á öðrum svæðum heimsins. Í raun og veru er mun minni erfðafræðilegur fjölbreytileiki á milli manna en á milli simpansa og því er frekar langsótt að tala um kynþætti út frá líffræðilegu sjónarhorni.

Hugmyndin um kynþætti kom fram áður en við höfðum nægilega þekkingu á erfðum og erfðafræði. Vísindamenn notuðu því ýmis einkenni til að flokka fólk í kynþætti, svo sem höfuðlag, greind, augnlit og tungumál. Á sjöunda áratugnum, í kjölfarið af framförum í erfðatækni, var hægt að rannsaka erfðaefni fólks og kom þá í ljós að enginn teljanlegur munur er á erfðaefni mismunandi kynþátta. Kynþættir eru því í raun og veru frekar félagslegt hugtak en vísun í líffræðilegann mun.

Í myndbandinu hér að neðan útskýrir þróunarfræðingurinn Darren Curnoe frá UNSW Science málið nánar: