Mynd: Valeriya Anufriyeva/Shutterstock
Mynd: Valeriya Anufriyeva/Shutterstock

Bólusetningar eru mikilvægur liður í lýðheilsu enda koma þær í veg fyrir að fólk fá ýmsa sjúkdóma og geta þannig bjargað fjölda mannslífa. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem birtar voru í tímartinu Health Affairs, sýna fram á að bólusetningar hafa einnig jákvæð áhrif á bæði félagslega og efnahagslega velferð.

Í rannsókninni voru tíu sjúkdómar, sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu, skoðaðir, þar á meðal lifrarbólga B, gulusótt og rauðir hundar.

Rannsóknin, sem var á vegum Johns Hopkins Bloomberg School of Public Health og styrkt af Bill & Melinda Gates Foundation, skipti hagnaði bólusetninga niður í tvo liði, annars vegar kostnað tegndan sjúkdómum en hins vegar nálgun þar sem heildarhagnaður vegna bólusetninga var metinn.

Samkvæmt þessu var áætlað að fyrir hvern dollara sem eytt er í bólusetningar í meðal- og lágtekjulöndum sé ávinningurinn sem tengist sjúkdómnum beint 16$. Þegar horft er á málin í víðara samhengi, það er með tilliti til heildarhagnaðar, er ávinningurinn aftur á móti $44 fyrir hvern dollara sem eytt er í bólusetningar. Að lokum var áætlað að á milli áranna 2011 til 2020 komi kostnaður vegna bólusetninga til með að vera $34 milljarðar á meðan komið væri í veg fyrir $586 milljarða í kostnað tengdum sjúkdómum og $1,53 billjónir ef horft er á heildamyndina.

Bólusetningar eru því ekki einungis mikilvægar fyrir lýðheilsu heldur eru þær einnig góð fjárfesting. Rannsóknarhópurinn vonar að niðurstöðurnar muni hvetji styrktaraðila og yfirvöld til áframhaldandi fjárfestinga í bólusetningaraðgerðum en benda einnig á að niðurstöður áætlana þeirra geri ráð fyrir áframhaldandi framþróun og vexti í bólusetningum.