Pregnant.

Samantekt breskra vísindamanna, sem birt var í tímaritinu Drug and Therapeutics Bulletin bendir til þess að almennt sé óþarfi fyrir barnshafandi konur að taka inn vítamín og í raun séu hvers kyns bætiefni, að undanskyldum fólínsýru og D-vítamíns óþörf.

Vísindamennirnir könnuðu ráðleggingar fyrir vítamíninntöku fyrir þungaðar konur á Bretlandi og tóku saman hvaða vísindalegu rök lágu þar að baki. Þeir fundu ekki merki þess að inntaka á fjölvítamínum hefði mælanleg áhrif á heilsu móður og barns. Það sem mikilvægara er er að konur borði fjölbreytta fæðu og taki inn þau vítamín sem sýnt hefur verið fram á að hafi jákvæð áhrif: fólínsýru og D-vítamín.

Í greininni segir að mikið af þeim gögnum sem styðja að inntaka vítamína hafi áhrif sé úr rannsóknum á konum sem búa við aðstæður þar sem hærra hlutfall kvenna séu vannærðar en raunin er á Bretlandi.

Mest vísindaleg rök lágu að baki inntöku á fólinsýru en einnig var benti margt til þess að inntaka á D-vítamíni hefði jákvæð áhrif. Rannsóknarhópurinn mælir því með því að barnshafandi konur fylgi þeim tilmælum að taka inn þessi tvö vítamín á meðgöngu en að öðru leiti sé fullnægjandi að borða fjölbreytta fæðu.

Ekki eru allir sérfræðingar sammála um niðurstöður greinarinnar, í það minnsta ekki hvað varðar inntöku á D-vítamíni. Í greininni er mælt með 10 míkrógrömmum af D-vítamíni, sem samsvarar 400 alþjóðlegum einingum, en rannsóknir hafa margar benti til að talan ætti að vera allt að 4000 alþjóðlegar einingar.