Mynd: Science Fiction
Mynd: Science Fiction

Litla hafmeyjan var auðvitað ævintýrapersóna sem er ekki til í raunveruleikanum en þar sem hún var að hálfu manneskja og að hálfu dýr á hún nokkuð skylt við útkomu rannsóknar sem framkvæmd var við Salk Institute í Kaliforníu.

Í rannsókninni var stofnfrumum úr mönnum komið fyrir í svínafóstri. Fóstrið var svo látið vaxa í gyltum fram að öðrum þriðjungi meðgöngu. Rannsóknin var ekki til þess gerð að búa til mann með svínafætur heldur var þessi gjörningur framkvæmdur í þeim tilgangi að sjá hvort möguleikinn á því að rækta líffæri til líffæragjafa í svínum væri fyrir hendi.

Það var því mikið fagnaðarefni þegar í ljós kom að mannafrumurnar uxu ekki bara í svínafóstrunum heldur voru frumurnar farnar að sérhæfast innan vefsins. Með því að geta ræktað líffæri á þennan hátt í dýrum gætum við stytt biðlistann til líffæragjafa til muna.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra rannsóknarhópinn ræða niðurstöður sínar og mikilvægi þeirra fyrir læknisfræðina.

Að auki hefur SciShow tekið að sér að útskýra fyrir okkur raunverulega hvaða merkingu þessar niðurstöður hafa.