diabetes

Insúlínháð sykursýki (sykursýki 1) hrjáir fjölda fólks um heim allann og þurfa einstaklingar með sjúkdóminn að treysta á insúlínsprautur til að stjórna blóðsykri líkamans. Rannsóknarhópi við University of Technology, Sydney (UTS) í Ástralíu hefur nú tekist að búa til frumulínu sem framleiðir insúlín og standa vonir til um að í framtíðinni verði þörfin fyrir insúlínsprautur á bak og burt, samkvæmt fréttatilkynningu á vefsíður háskólans .

Frumulínan kallast Melligen frumur og er búin til úr lifrafrumum sem búið er að erfðabreyta svo þær virka eins og insúlínmyndandi frumur brisins. Fyrstu rannsóknir sýna að Melligen frumur losa insúlín í samræmi við magn glúkósa í umhverfi sínu.

Líftæknifyrirtækið Nuvilex í Bandaríkjunum vinnur nú að frekari prófunum á frumulínunni. Næsta skref Nuvilex er að prófa tæknina í tilraunadýrum til að athuga hvort það sé raunhæft að nota frumurnar til að stjórna magn insúlíns í mannslíkamanum. Ef niðurstöður þeirra eru jákvæðar gæti þessi nýja tækni gjörbreytt meðhöndlun insúlínháðrar sykursýki í framtíðinni.