Cervical Cancer Vaccine

Nýlega greindist sex ára drengur á Spáni með barnaveiki. Þetta er í fyrsta skipti í 28 ár sem sjúkdómurinn greinist á Spáni vegna þess hve vel bólusetningar hafa reynst vel í baráttunni við sjúkdóminn. Foreldrar drengsins höfðu tekið ákvörðun um að bólusetja ekki börnin sín en í kjölfar veikindar sonarins hafa þau nú látið bólusetja yngri systur hans.

Barnaveiki er bakteríusýking sem smitast með hósta eða hnerra. Einkennin eru meðal annars hálsbólga, hiti og bólgnir eitlar í hálsi. Allt að 10% þeirra sem smitast láta lífið og er algengt að alvarlegir fylgikvillar fylgi sjúkdómnum, þrátt fyrir að hans sé meðhöndlaður snemma.

Tilfelli sem þetta sýna enn og aftur fram á mikilvægi þess að börn séu bólusett.