omd_periodictableofdisney_final

Vefsíðan Ted.com hefur birt gagnvirkt lotukerfi á vefsíðu sinni hér. Lotukerfið virkar þannig að þegar ýtt er á efni birtist fræðslumyndband um það. Þar sem margir eru í prófalestri þessa dagana gæti lotukerfið ef til vill nýst vel í upprifjun.

Ted.com er ekki eina vefsíðan sem birti áhugavert lotukerfi en Disney birti sína eigin gerð af lotukerfi sem má sjá hér að ofan. Við mælum þó ekkert endilega með því að það sé lært fyrir lokapróf í efnafræði.