kid

Líffæragjafir eru gríðarlega mikilvægar fyrir ákveðinn hluta mannkyns. Margir eru á biðlistum eftir að fá ný líffæri í stað þeirra eigin sem einhverra hluta vegna starfa ekki rétt. Einstaklingar sem eiga Afrískan uppruna eru í meiri áhættu á að vera með galla í nýrum sem veldur því að nýrnagjafir frá þessum einstaklingum endast skemur en aðrar nýrnagjafir. Í nýrri rannsókn er genið sem veldur þessum galla skilgreint.

Genið sem um ræðir heitir APOL1 og er staðsett á litningi 22. Genið kóðar fyrir prótín sem kallast Apolipoprotein L1 (apoL1) og virðist m.a. gegna hlutverki í ónæmissvari. Hlutverk prótínsins er þó ekki að fullu skilgreint.

Vísindahópur við Wake Forest Baptist Medical Center greindi nýru úr 675 nýrnagjöfum. Helstu niðurstöður hópsins voru að breytileikar á 2 stöðum í APOL1 geninu tvöfaldaði líkurnar á því að nýrnagjöfin entist ekki nema 2-3 ár, en yfirleitt er talað um að nýrnagjöf endist í u.þ.b. 10 ár.

Með því að skilgreina hvaða breytileiki það er sem minnkar líkurnar á því að nýrnagjöf heppnist er hægt að skima fyrir breytileikanum í einstaklingum sem ætla að gefa nýru og eru afrískir að uppruna.