Mynd: BBC
Mynd: BBC

Nokkuð er síðan byrjað var að nota hjartalokur úr svínum í menn og standa vonir til að hægt verði að nota heil líffæri úr svínum í framtíðinni til að mæta þörfinni um líffæragjafir. Svo virðist sem að sá dagur sé að færast nær því fyrir um ári síðan hófu kínverskir læknar að græða hornhimnur úr svínum í blinda einstaklinga.

Um 8 milljónir manna eru blindir í Kína og er sjúkdómar í hornhimnu orsökin í um helmingi tilfella. Ígræðsla er því eina vona margra en skortur er á líffæragjöfum til að mæta þessari miklu þörf.

Vegna þessa gaf ríkisstjórn Kína leyfi til að prófa ígræðslur á hornhimnum úr svínum í fyrra og hafa um 200 aðgerðir nú verið framkvæmdar með góðum árangri.

Fréttastofa BBC tók viðtal við Wu Pinggui sem gekkst undir aðgerðina nýlega og má sjá viðtalið hér.