ContraceptivePills-sxc.hu-103941_9245

Mjög margar konur hafa eða munu á einhverjum tímapunkti ævi sinnar nota pilluna til að koma í veg fyrir getnað. Það sem þessar konur gera í leiðinni, án þess að vita af því, er að verja sig fyrir krabbameini í kviðarholi (endometrial cancer).

Sú staðreynd að konur á pillunni eru í minni hættu á að fá eggjastokkakrabbamein meðan á notkun pillunar stendur er löngum sönnuð. Nýlegri rannsóknir þar sem krabbamein í kviðarholi er skoðað gefa til kynna að vörnin nái til þess krabbameins líka. Á dögunum birtist einmitt rannsókn þess efnis í tímaritinu The Lancet þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að minnkuð áhætta fyrir krabbameini í kviðarholi sé enn til staðar 30 árum eftir að inntöku pillunnar er hætt.

Í rannsókninni eru tveir hópar skoðaðir, annars vegar konur sem hafa fengið kviðarholskrabbamein og hins vegar konur sem ekki hafa fengið slíkt krabbamein. Í þessumt tveimur hópum var augljós fylgni milli þess að fá ekki krabbamein og að nota pilluna sem getnaðarvörn.

Höfundar greinarinnar benda á að þessar rannsóknir gefi tilefni til að gefa pilluna, ekki einungis til varnar getnaði heldur einnig fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Sambærilegar rannsóknir hafa þó ekki enn verið framkvæmdar með tilliti til annarra krabbameina svo líklega er ástæða til að staldra örlítið við áður en pillunni verður dreift inná öll heimili.