hiv

Rannsóknarhópur í Flórída er bjartsýnn á að stutt sé í bólusetningu gegn HIV.

HIV (human immunodeficiency virus) er veira sem ræðst á ónæmiskerfi líkamans, veiklar það og veldur að lokum sjúkdóm sem kallast alnæmi. Í dag er sem betur fer orðið frekar sjalgæft að sýkingin komist á það stig, en þeir sem smitast af HIV geta aldrei losnað við veiruna úr líkamanum. Mörg lyf eru til sem halda veirunni í skefjum og koma í veg fyrir að hún ráðist á ónæmiskerfið.

HIV veiran er svokölluð retróveira, sem þýðir að þegar hún smitar frumu þá innlimar veiran sitt eigin erfðaefni inná frumulitninginn. Af þessari ástæðu er aldrei hægt að losna alveg við veiruna. HIV veiran miðar að því að smita frumur ónæmiskerfisins og þá sérstaklega T hjálparfrumur (líka kallaðar CD4+ frumur). T hjálparfrumurnar gegna ákveðnu hlutverki á fyrstu skrefum ónæmissvars. Í stuttu og einföldu máli þá kalla þær til B-frumurnar sem framleiða mótefni gegn utanaðkomandi hlutum. Þessi mótefnaframleiðsla er mjög mikilvæg því mótefnin bindast við sýkilinn og merkja þær til eyðingar. Þegar HIV hefur innlimað sig í T hjálparfrumur þá fara þær í frekari framleiðslu á HIV veirunni í staðinn fyrir að hjálpa ónæmiskerfinu að eyða þeim.

Rannsóknin sem unnin var við Júpíter, útibú The Scripps Research Institute (TSRI) í Flórída byggir á því sem fyrri rannsóknir hafa sýnt að HIV binst við og notar CCR5 til að komast inní frumur. CCR5 er prótín-viðtaki í himnu frumna ónæmiskerfisins. Hlutverk CCR5 í ónæmiskerfinu er að þekkja og bindast við merki frá sýktum eða skemmdum frumum. CCR5 bindst við HIV en þá notar veiran tækifærið og innlimar sig inní erðfaefni frumunnar. CCR5 er með ákveðinn innbyggðan breytileika sem gefur veirunni tvo mismunandi möguleika til að bindast við CCR5 og lauma sér inní frumuna.

Í þessari rannsókn tókst vísindamönnunum að búa til mótefni sem hindra bæði setin á HIV sem gæti bundist CCR5 samtímis. Veiran er fljót að breyta sér svo það dugar ekki til að hindra eitt set í einu. Hins vegar ef binding CCR5 á hvorugt setanna er möguleg hefur það bæði skilvirkari áhrif og svo myndast vörn gegn fleiri en einni týpu af HIV.

Rannsóknarhópurinn er bjartsýnn að að með þessu mótefni verði hægt að búa til óhefðbundið bóluefni. En slík aðgerð myndi koma í veg fyrir að veirur sem kæmi í snertingu við bólsetta manneskju gætu smitað hana.

Hér er fréttatilkynning stofnunarinnar um málið