HumanBodyGoogleMap_1024

Öll þekkjum við Google maps og notafæra margir sér kortin til að komast leiða sinna í daglegu lífi og nú síðast til að spila Pac-man. Áhugamenn um mannslíkamann geta nú glaðst en verkfræðingar í University of New South Wales í Ástralíu hafa búið magnað kort af mannslíkamanum með því að notast við sömu algórithma og Google maps notar. Með kortinu er hægt að skoða alla líkamshluta og stækka einstök svæði svo meira að segja er hægt að skoða einstakar frumur.

Kortið er ekki aðeins skemmtilegt afþeyingartól heldur nýtist það vísindamönnum geta til að skilja mannslíkamann betur. Melissa Knothe Tate, sem leiðir verkefnið, hefur til dæmis rannsakað slitgigt með kortinu. Með tækninni hefur henni tekist að vinna um 25 ára vinnu á aðeins nokkrum vikum, samkvæmt fréttatilkynningu hópsins.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá Melissa Konthe Tate útskýra hvernig kortið virkar: