up_movie_balloons_house-wide

Yfirvofandi helíumskortur í heiminum hefur valdið vísindamönnum, sem og áhugufólki um helíumblöðrur, áhyggjum í nokkurn tíma. Nú kann þó að vera að vandamálið sé leyst eða því í það minnsta frestað eftir að helíumgaslind fannst í Tansaníu.

Þrátt fyrir að vera næstalgengasta frumefni í alheiminum finnst helíumgas aðeins á örfáum stöðum á Jörðu. Mannkynið nýtir eins og er helíumbyrgðirnir heimsins á ósjálfbæran hátt svo nýtt helíum nær ekki að myndast nógu hratt til að anna eftirspurn. Sérfræðingar hafa því óttast lengi að stutt sé í að byrgðirnar klárist. Vöntun á helíumi myndi hafa hræðilegar afleiðingar enda er efnið meðal annars notað í segulómtæki, sem og annan tækjabúnað á spítölum og sem hluti af kælikerfi ýmissa tækja innan læknisfræðinnar og vísindanna. Nær ómögulegt að nota nokkuð annað í staðin.

Tilkynning frá vísindamönnum við Oxford og Durham háskóla á Bretlandi vekur þó upp vonir um að sá dagur sem helíumbyrðir heimsins klárast sé fjarlægari en áður var talið. Hópur sérfræðinga hefur nú áætlað að gríðarmiklar helíumgaslindir sé að finna í Rift Valley í Tanzaníu, eða því sem nemur í það minnsta 600.000 Ólympískar sundlaugum. Svo mikið helíum er um 7 sinnum meira en árleg notkun heimsins. Talið er að enn meiri byrgðir sé að finna annars staðar á svæðinu.