Mynd: Healthcare Global
Mynd: Healthcare Global

HIV eða Human immunodeficiency virus er veira sem sýkir fólk og veiklar ónæmiskerfi þeirra. Veira er þannig byggð að erfðaefni hennar er RNA sem er fært yfir á DNA form í hýslinum og DNA-ið er svo innlimað inní erfðaefni hýsilsins. Þetta þýðir að þegar veiran hefur komið sér fyrir þá tryggir hún áframhaldandi tjáningu á erfðaefni sínu í hýslinum. Hér má sjá umfjöllun Hvatans um veiruna og virkni hennar.

Nýlega uppgötvað ónæmiskerfi baktería CRISPR/Cas9 kerfið hefur hjálpað vísindahópum um víðan heim í rannsóknum sínum á erfðaefninu. M.a. eru miklar vonir bundnar við að hægt sé að nota kerfið til að lækna sjúkdóma sem erfðast milli ættliða. Nýleg rannsókn bendir til að hægt sé að nota kerfið til að klippa HIV erfðaefnið útúr frumum HIV smitaðra.

Til að skoða þetta notaðist vísindahópur við Temple University við ónæmisfrumur, annars vegar frumulínu og hins vegar við frumur sem fengust úr HIV sýktum einstakling. CRISPR/Cas9 tækninni var beitt á frumurnar til að klippa út erfðaefnið sem tilheyrir HIV veirunni. Síðan var erfðaefni frumnanna raðgreint til að skoðað með raðgreiningu til að athuga hvort HIV erfðaefnið væri enn til staðar. Þegar í ljós kom að HIV erfðaefni hafði verið klippt út var prófað að sýkja frumurnar aftur með HIV en höfðu frumurnar þá mynda ónæmi gegn veirunni og erfðaefnið var ekki tekið upp.

Þessar niðurstöður gefa vonir um að fljótlega verið hægt að lækna HIV smit, í stað þess að halda því bara niðri með lyfjum. Líklega þarf meðferðin þó að eiga sér stað fljótlega eftir smit þar sem erfitt getur verið að ná til allra frumna ónæmiskerfisins sem þegar hafa innlimað erfðaefnið.

Enn sem komið er, er langt í land þangað til meðferðarúrræði sem þetta mun standa til boða. Rannsóknin sem vitnað er til hér er einungis framkvæmd á frumum í rækt og slíkar aðgerðir eru langt í fram sambærilegar við aðgerðir í líkamanum. Hins vegar munu áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði leiða okkur nær lækningunni á þessum hvimleiða veirusjúkdómi.