Mynd: Rollingout

HIV veiran hefur á síðastliðnum áratugum valdið miklum usla í samfélagi manna en á stuttum tíma hefur jákvætt HIV próf farið úr því að vera dauðadómur í meðhöndlanlegan sjúkdóm. Í dag má halda veirunni niðri með lyfjagjöf og geta þeir sem fá réttu lyfin búist við því að lifa svipað löngu lífi og þeir sem ekki eru smitaðir af veirunni.

Í myndandinu hér að neðan frá SciShow er farið yfir það hvernig okkur hefur tekist að þróa lyf sem virka svona vel í baráttunni gegn HIV og hvað er framundan í þeim efnum.