Hér á Hvatanum hefur margoft verið rætt um mikivægi bólusetninga. Ásamt mikilvægi þess einstaklingsins vegna að vera bólusettur er góð þátttaka í bólusetningum ekki síður mikilvæg fyrir samfélagið sem heild.

Þegar ákveðið hlutfall fólks er bólusett myndast svokallað hjarðónæmi. Með hjarðónæmi er hægt að minnka líkur á því að þeir sem óbólusettir eru, til dæmis vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma, séu einnig verndaðir gegn smiti.

Oft er best að skilja vísindaleg hugtök í formi myndbanda. Í GIF myndbandinu hér að neðan má einmitt sjá á myndrænu formi hvernig hjarðónæmi verður til við mismunandi bólusetningaþátttöku. Fyrir þá sem vilja kynna sér hjarðónæmi enn frekar bendum við á fróðleiksmola Hvatans um efnið sem er að finna hér.