No Jab No Pay

Hvatinn sagði frá því í fyrra að stjórnvöld í Ástralíu hafi reynt að auka tíðni bólusetninga þar í landi með því að takmarka skattaafslætti og barnabætur þeirra foreldra sem ekki bólusetja börn sín. Verkefnið sem hefur verið kallað “No jab no pay” hófst þann fyrsta janúar 2016 og hefur nú þegar byrjað að skila árangri.

Það sem af er ári hafa 5.738 börn sem ekki höfðu verið bólusett áður fengið bólusetningar en þar að auki hafa 148.000 börn sem áttu eftir að fá endurbólusett verið endurbólusett. Nú stendur bólusetningatíðni í landinu í 93% en áður en verkefnið fór af stað var hún um 90%.

Það er ekki að undra að fólk hafi tekið við sér því afleiðingar þess að bólusetja ekki börn eru nú afdrifaríkar. Auk þess að eiga á hættu á að sjá af hátt í tveimur milljónum íslenskra króna á ári er óbólusett börn ekki tekinn inn í barnagæslur og leikskóla án bólusetningar.