Það er hollt að borða fjölbreytt og hreyfa sig, það er staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hreyfing á við á hvaða aldri sem er, en margar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem hreyfing eldra fólks er skoðuð, þar sem eldra fólk hreyfir sig oft minna vegna þess að þau einfaldlega treysta líkama sínum ekki til átaka.

Samkvæmt nýrri rannsókn vísindahóps við University of Birmingham felst í þessu ákveðin þversögn þar sem það líklega hreyfingaleysi sem veldur þessu vantrausti eldri borgara til líkama sinna.

Í rannsókninni voru bornir saman þrír hópar, eldra fólk sem hreyfði sig reglulega, eldra fólk sem hreyfði sig lítið sem ekkert og að lokum einn hópur sem samanstóð af ungu fólki. Allir hópar undurgengust samskonar allsherjar rannsóknir á líkamlegu ástandi sínu, vöðvamassa, blóðfitu, hlutfall líkamsfitu og styrkur hormóna í líkamanum svo eitthvað sé nefnt.

Þegar niðurstöður rannsóknanna voru bornar saman milli hópa kom í ljós að eldri borgarar sem stunduðu hreyfingu átti meira sameiginlegt með hópnum sem samanstóð af ungu fólki en hreyfingalausa eldri borgarahópnum.

Ýmsar mælingar m.a. á hormónum bentu til þess að líkami þeirra sem hreyfðu sig var í mun yngra ástandi en þeir líkamar sem ekki upplifðu hreyfingu reglulega.

Þar höfum við það, enn ein rannsóknin sem segir okkur að viðhalda reglulegri hreyfingu. Er ekki bara kominn tími til að taka mark á þessum rannsóknum, því einn stærsti ávinningurinn er líklega að halda líkama sínum ungum og hraustum inní ellina.