Mynd: The Telegraph
Mynd: The Telegraph

Þeir eru sennilega nokkrir, lesendur Hvatans sem hafa prófað samheitalyf eða að minnsta kost velt því fyrir sér að prófa samheita lyf, en eru þau jafnörugg og upprunalegu lyfin?

Þegar lyf eru skilgreind þurfa þau að fara í gegnum mjög langt tilraunaferli þar sem virkni þeirra og aukaverkanir eru prófuð. Þessar prófanir eru framkvæmdar til að tryggja það að við neytendur getum treyst því að lyfin hafi tilskilin áhrif. Það kostar ótrúlega mikið að setja lyf í gegnum svona ferli og þess vegna eru upprunalegu lyfin yfirleitt dýrari en þau lyf sem kallast samheitalyf.

Samheitalyf eru þá framleidd af lyfjaframleiðanda sem nýtir sér fyrri rannsóknir og þarf því ekki að setja sama fjármagn í rannsóknir á lyfinu. Þess vegna eru virku efnin, þ.e.a.s. efnin sem hafa lækningamáttinn, alltaf þau sömu í upprunalyfinu og samheitalyfinu. Eini munurinn á samheitalyfi og upprunalyfi er burðarefnið sem kemur virka efninu inní líkamann.

Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvort hægt er að treysta á samheitalyf þá er svarið nánast alltaf já. Það getur auðvitað komið fyrir að burðarefnið hafi áhrif á virku efnin í lyfinu en lyfjaframleiðendur eru sundir ströngu eftirliti, a.m.k. í hinum vestræna heimi, og slíkar vörur komast því ekki inná borð neytenda.

Þetta er allt saman útskýrt í myndbandinu hér fyrir neðan þar sem samheitamatvæli, ef svo má segja, eru líka tekin fyrir.

Myndbandið er fengið af youtube rás vísindahópsins í AsapSCIENCE