Mynd: Seald Sweet International
Mynd: Seald Sweet International

Fyrir flesta hljóma sítrus-ávextir, s.s. sítrónur og appelsínur, sem besta náttúrulega C-vítamín uppsprettan. Það er að minnsta kosti sú vitneskja sem haldið hefur verið að landanum frá því að lækningin við skyrbjúg uppgötvaðist. C-vítamín er nauðsynlegt fyrir beinvöxt, myndun amínósýra (sem eru byggingarefni prótína) og einnig við myndun boðefna í líkamanum á borð við noradrenalín svo eitthvað sé nefnt. Það er því augljóst að inntaka C-vítamíns er nauðsynleg en gefa sítrusávextir endilega mesta magnið af C-vítamíni?

Í nýrri samantekt sem birt var á vef Business Insider sést að appelsína er langt í frá það aldin sem gefur okkur mest magn af C-vítamíni. Ráðlagður dagsskammtur af vítamíninu, á Íslandi, er á bilinu 60-100 milligrömm. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan samsvarar það 100 grömmum af spergilkáli, en myndin sýnir milligrömm af C-vítamíni í hverjum 100 grömmum af tilteknum ávöxt eða grænmeti. Reykingafólk ætti þó að skella sér á 100 grömm af rauðri papriku, þar sem reykingar leiða til niðurbrots á C-vítamíni svo inntaka þeirra verður að vera meiri en ella. Annað gott ráð fyrir reykingafólk er líka að hætta reykingunum, en það dregur úr niðurbrotinu samstundis.

Mynd: Business Insider
Mynd: Business Insider

Heimdildir
Business Insider
Doktor.is