Mynd: The Sun
Mynd: The Sun

Nú þegar sú gula er farin að láta sjá sig dag eftir dag þá eiga íbúar þessa annars ískalda lands á hættu að sólbrenna. Það er ekki bara óþægilegt að sólbrenna það getur líka valdið varanlegum skaða á erðfaefninu sem leiðir til húðkrabbameins. Besta leiðin til að verjast sólbruna er auðvitað takmörkuð sólböð og sólarvörn. En þrátt fyrir allra heilbrigða skynsemi þá ráðum við ekki alltaf við líkamann okkar og þá getur verið gott að vera með varaáætlun og kunna að þekkja fæðingabletti sem geta verið upphaf húðkrabbameina.

Á heimasíðu Business Insider birtist á dögunum listi yfir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi fæðingabletti, sem við höfum fengið að láni hér.

1. Ósamhverfir fæðingablettir geta verið varhugaverðir.

2. Óreglulegir fæðingablettir eru einnig vísbending um krabbameinsmyndun, jaðrar fæðingablettana ættu yfirleitt ekki að mynda óreglulegt mynstur.

3. Ef liturinn er óvenjulegur eða mjög dökkur þá er kominn tími á að láta lækni kíkja á blettinn.

4. Stórir fæðingablettir ættu að vera reglulega undir smásjánni og stundum er miðað við að fæðingablettir sem eru stærri en að þvermáli en strokleður á blýanti séu of stórir.

5. Breytingar á fæðingablettum er kannski stærsti áhættuþátturinn. Ef fæðingablettur tekur allt í einu hröðum og/eða miklum breytingum þá er rétt að láta kíkja á hann, sérstaklega ef hann fer að haga sér eins og líst er í textanum hér fyrir ofan.

Þessi fimm atriði gætu hjálpað ykkur að koma koma auga á upphaf húðkrabbameins. Best er auðvitað að þekkja líkama sinn vel og skoða reglulega hvort einhverjar breytingar eru að verða á fæðingablettum. Ef eitthvað óvenjulegt kemur uppá þá er um að gera að panta tíma hjá lækni og fá álit sérfræðings á málinu eða jafnvel bara biðja viðkomandi lækni um að fjarlæga blettinn. Svo er auðvitað mikilvægt að fara ekki of geyst í sólinni og verja húðina vel.