Mynd: www.visitlondon.com
Mynd: www.visitlondon.com

Flugvellir og flugvélar eru staðir þar sem ótrúlegur fjöldi fólks fer í gegn á hverjum degi. Þar af leiðandi er þar að finna ótrúlegt magn af bakteríum og líkurnar á því að smitast af einhverju aukast með hverri mínútunni sem eytt er á þessum stöðum. En hvaða punkta ætti maður að forðast til að koma í veg fyrir smit?

Til að komast að því hvaða staðir í flugvélum og flugvöllum geymdu mest af bakteríum var kallað til teymi til að mæla fjölda baktería á ákveðnum stöðum. Mælieining sem notuð er til að meta fjölda baktería er CFU/fm, CFU stendur fyrir Kólóníumyndandi eining (colony forming unit) en til að mynda kólóníu þarf eina bakteríu. Sýni voru tekin á klósettum, beltasylgjum í flugvélinni, vatnsbrunnum á flugvellinum og á borðunum í flugvélinni. Í ljós kom að flestar bakteríur fundust á borðunum í flugvélunum og við vatnspósta á flugvöllunum, einmitt þar sem við höfum mat eða drykk við hönd.

Það má auðveldlega forðast þessar bakteríur með því að þvi borðin og vatnspóstana betur eða þvo sér vel um hendur eftir að hafa snert viðkomandi fleti. Það er ágætis huggun fólgin í því að vita hvenær maður þarf að sýna sérstakt hreinlæti en það er þó líka mikilvægt að hafa í huga að bakteríur eru misskæðar og þó mikið finnist af bakteríum á ákveðnum stöðum er ekki þar með sagt að þær séu allar sjúkdómavaldandi. Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar en þar er hægt að sjá hversu margar kólóníur uxu úr hverju sýni.