Screen Shot 2016-08-15 at 20.39.56

Á níunda áratugnum hefðu flestir líklega hlegið ef einhver hefði haldið því fram að árið 2016 gengju allir um með snjallsíma og að sjálfkeyrandi bílar væru komnir á markað. Þessi tækniundur þykja þó dag nokkuð eðlileg og fæstir kippa sér upp við þau. Nú erum við á svipuðum tímamótum þegar kemur að erfðatækni. Því er ekki úr vegi að fræðast aðeins meira um hvað erfðatækni er, hvernig hún hófst og hvaða þýðingu hún hefur til framtíðar.

Í myndbandinu hér að neðan frá Kurzgesagt er einmitt farið yfir þessi atriði og það á mannamáli. Meðal annars er farið yfir það hvernig mannkynið hefur átt við erfðaefni lífvera í margar aldir, til dæmis með því að velja fyrir ákveðnum einkennum matjurta, hvaða þýðingu aukinn skilningur á erfðaefni okkar, DNA, hafði á framfarir í erfðatækni og mikilvægi CRISPR sem nýtist í dag til að gera mjög nákvæmar erfðabreytinga.

Í framtíðinni gæti erfðatækni leyft okkur að útrýma alvarlegum sjúkdómum og jafnvel binda sumir vonir við að hægt verði að nýta hana til að hægja á öldrun og jafnvel stöðva hana.

Myndbandið er nokkuð langt en svo sannarlega hverrar mínútu virði.