Mynd: American Museum of Natural History
Mynd: American Museum of Natural History

Sjálfsofnæmi er skrítið fyrirbæri og erfitt viðureignar, en það lýsir sér þannig að ónæmiskerfi líkamans fer að ráðast á eigin frumur. Mörg dæmi eru um sjálfsofnæmissjúkdóma en þá er oft erfitt að greina þar sem sýnd þeirra getur bæði komið fram í mörgum vefjagerðum og líkir oft eftir öðrum sjúkdómum. Dæmi um sjálfsofnæmissjúkdóma eru rauðir úlfar (lupus) og vefjagigt.

Í rannsókn sem birt var í Cell í síðasta mánuði, koma fram áhugaverðar vísbendingar um hegðun ónæmmiskerfisins við þessar aðstæður. Ónæmiskerfið samanstendur af fjölmörgum frumugerðum og þar á meðal eru frumur sem kallast B-frumur. Eitt af hlutverkum þeirra er að framleiða mótefni, prótín sem bindast við utanaðkomandi sameindir og merkja þær til eyðleggingar.

Til að skoða hvað gerist þegar um sjálfsónæmissjúkdóm er að ræða var fylgst með B-frumum í músum með rauða úlfa. B-frumurnar voru meðhöndlaðar þannig að þær gáfu frá sér sértæka liti, byggt á því hvers konar mótefni þær tjáðu. Höfundar greinarinnar kalla þessa tækni konfetti litun, vegna þess að margir mismunandi litir eru sjáanlegir í ónæmissvarinu.

Með þessu móti er hægt að skoða hvað gerist þegar ónæmiskerfið ræðst á prótín sem það telur vera utanaðkomandi, en er í raun eitt af eigin prótínum líkamans. Það kom vísindahópnum nokkuð á óvart að sjá að það sem gerist er það sama og þegar ónæmiskerfið finnur raunverulegan aðskotahlut.

B-frumurnar hópa sig saman til að berjast sín á milli um hvaða mótefni dugar best gegn ónæmisvakanum. Eitt mótefni hefur svo yfirhöndina og fruman sem býr það til fer að fjölga sér til að auka framleiðslu á mótefninu og aðra B-frumur hefjast handa við að framleiða besta mótefnið.

Það sem gerist svo er það sem veldur því að sjálfsónæmissjúkdómar eru svo erfiðir viðureignar. En þessi ákveðna týpa af mótefnum virðist nánast yfirtaka mótefnamynandi B-frumur líkamans. Konfetti liturnin hættir að sýna marga liti og litunin verður einsleit hvar sem er litið í líkamanum.

B-frumurnar eru nánast allar farnar að framleiða móefni sem bindast eigin prótínum og kalla til aðrar ónæmisfrumur sem hjálpa til við að eyða því sem ónæmiskerfið telur vera óæskilegt. Þetta útskýrir hvers vegna sjálfsofnæmi getur komið fram hvar sem er í líkamanum, en það er eitt af því sem gerir heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir að greina það.

Þessi rannsókn gefur okkur betri sýn á það hvernig sjálfsónæmi þróast og verður að þeim kvilla sem það er. Þessi tiltekna rannsókn er framkvæmd í músum sem hafa mjög svipaða lífeðlisfræði og menn en eru mjög frábrugðnar hvað varðar lífslengd.

Þó ævilengd músanna sé nógu stutt til að framkvæma þessa rannsókn á fjórum árum þá tekur það mörg ár fyrir sjálfsónæmissjúkdóm að þróast í mannslíkamanum. Nú erum við þó allavega skrefi nær því að skilja hvernig það gerist og hvaða hornsteina væri hægt að taka úr til að forðast þá þróun.