Mynd: Azul
Mynd: Azul

Fiskurinn á myndinni virðist við fyrstu sýn vera ansi ólíklegur til að gera nokkuð merkilegt. Hann hefur samt sem áður hjálpað vísindamönnum að gera fjölda uppgötvana og kemur vafalaust til með að gera það um ókomna framtíðin.

Um er að ræða tegund sem nefnis zebrafiskur (Danio rerio) og hefur hún verið notuð sem tilraunadýr síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Meðal annars hafa rannsóknir á zebrafiskum hjálpað vísindamönnum að skilja þroskun hryggdýra og hafa nýlega varpað ljósi á ýmsa sjúkdóma í mönnum og gætu rannsóknir á þeim í framtíðinni hjálpað til við að finna meðferðir gegn þeim.

En af hverju eru zebrafiskar svona merkilegir? Við leyfum SciShow að útskýra málið nánar.