maxresdefault (2)

Margir muna líklega eftir ísfötuáskoruninni árið 2014. Áskorunin var nokkuð einföld en einfaldlega var skorað á einstaklinga að hella yfir sig heilli fötu af ísköldu vatni og setja myndband af því á netið. Þetta var gert í þeim tilgangi að safna pening fyrir rannsóknir á taugasjúkdómnum ALS. Fjölmargir tóku þátt í áskoruninni, þar á meðal frægir leikarar á borð við Benedict Cumberbatch og George Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna.

Um 115 milljónir dala söfnuðust í áskoruninni og hafa ALS samtökin nú tilkynnt að fjármagnið sé búið að skila mikilvægum árangri í rannsóknum á sjúkdómnum.

Fleiri en 80 vísindamenn frá 11 löndum leituðu að geni sem gæti verið áhættuþáttur í fjölskyldum þar sem ALS var til staðar. Í ljós kom að genið NEK1 á þátt í sjúkdómnum og gefur uppgötvunin vísindamönnum loks möguleika á því að þróa genameðferðir í framtíðinni.

Niðurstöðurnar voru birtar í Nature Genetics.