Mynd: Darata.com
Mynd: Darata.com

Íslendingar eru framarlega á mörgum sviðum (að minnsta kosti miðað við höfðatölu) og samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu frá OECD á það einnig við um notkun geðlyfja.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan, sem sýnir notkun þunglyndislyfja á hverja 1.000 einstaklinga á dag, trónir Ísland á toppnum. Vert er að taka fram að þrátt fyrir það að notkun lyfjanna sé svo mikil í samanburði við önnur lönd sem skoðuð voru þýðir það ekki að Íslendingar séu óhamingjusamari en aðrir, munurinn kann til dæmis að liggja í breytileika á þeim meðferðarúrræðum sem læknar beita á milli landa.

Þau lönd sem skoruðu hvað hæst í notkun þunglyndislyfja voru Ísland, Ástralía og Portúgal en þau sem nota slík lyf minnst voru Chile, Suður-Kórea og Eistland. Ekki voru öll lönd heimsins skoðuð heldur aðeins þau sem metin voru sem „þróuð“ lönd. Bandaríkin voru heldur ekki með í tölfræðinni sem liggur að baki myndinni en þau voru sérstaklega tekin fyrir og kom í ljós að 10% Bandaríkjamanna nota þunglyndislyf.

9onx24g