Cardiovascular-Disease

Fyrir tíðarhvörf eru konur í mun minni hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma en karlar. Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvort kynhormón séu að baki þessari auknu áhættu karla á að fá hjartasjúkdóma. Nýleg rannsókn þar sem áhrif kynhormóna á karlmenn frá aldrinum 20-50 ára er skoðuð bendir til að testósterón sé verndandi þegar kemur að hjarta og æðasjúkdómum.

Elaine Yu professor við Harvard Medical School í Boston stýrir rannsókninni þar sem áhrif testósteróns og estrógens á líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum voru skoðuð. 400 heilbrigðir karlmenn voru skoðaðir í þessu tilliti. Fylgni var milli testósterón magns í blóði og lægri gilda góðs kólesteróls (HDL). Hins vegar virtist há estrógen gildi í blóði fylgja háum gildum í blóðsykri, fitu í vöðvum og öðrum sykursýkistengdum þáttum.

Til að skoða áhrifin var testósterón magni fengu mennirnir svo lyf sem stýrðu testósterónmagni þeirra sem og estrógen magni. Þegar heilsufarsþættir sem hafa verið tengdir við hjarta og æðasjúkdóma, eins og blóðþrýstingur, vont kólesteról í blóði og sykursýkisþættir voru skoðaðir kom í ljós að enginn munur var á körlum þar sem testósterón og estrógen magni var stýrt, samanborði við karla þar sem einungis testósterónmagni var stýrt.

Af þessum má sjá að kynhormón virðast hafa áhrif á áhættu vegna hjarta- og æðasjúkdóma en áhrifin virðast ekki vera bein í gegnum þekkta áhættuþætti.

Fjallað er um rannsóknina hér, en hún var kynnt á ráðstefnu Endocrine Society í San Diego á dögunum.