Eftir margra ára lyfjaþróun virðist styttast í það að kvenfólk verði ekki eina kynið sem getur komið í veg fyrir ótímabærar þunganir með lyfjatöku. Í dag eru nokkrar gerðir getnaðarvarnapillu að ganga í gegnum klínískar rannsóknir og gætum við átt von á að slík komi á markað innan fárra ára.

Ein þessara getnaðarvarna er lyfið dimethandrolone undecanoate (DMAU) og gefa nýjar niðurstöður til kynna að hér gæti verið komin örugg getnaðarvörn fyrir karlmenn. Niðurstöður þess efnis voru kynntar á árlegum fundi Endocrine Society í Chicago á sunnudaginn síðastliðinn.

Samkvæmt rannsóknarhópnum var lyfið prófað í þremur mismunandi skömmtum (100, 200 og 400 mg) á 83 mönnum á aldrinum 18 til 50 ára. Mennirnir tóku lyfið eða lyfleysu einu sinni á dag í 28 daga.

Samkvæmt niðurstöðunum var virkni 100 mg skammtanna sambærileg langtímanotkun á öðrum getnaðarvörnum fyrir karla. Skráðar aukaverkanir voru að auki fáar og vægar en meðal annars var tilkynnt um aukna líkamsþyngd og lækkun á góðu kólesteróli. Allar aukaverkanir stóðu öryggismat og karlmennirnir tilkynntu ekki um minnkaða kynhvöt.

Klínískum prófunum á sambærilegum lyfjum hefur áður verið hætt vegna aukaverkana lyfjanna. Meðal þeirra eru minni kynhvöt, þunglyndi og bólur sem margir vita að eru aukaverkanir sem geta fylgt getnaðarvarnapillunni fyrir konum.

Næstu skref eru að prófa langtímaáhrif lyfsins og hafa þær nú þegar hafist.