pasta-503952_1920

Paleo mataræði hefur í nokkurn tíma verið vinsælt og gengur úr á það að borða svipað mataræði og talið er að steinaldamenn hafi borðað, það er mikið af próteinum og lítið af kolvetnum. Nú benda niðurstöður einnar rannsóknar til þess að fyrir þá sem vilja lifa lengi sé þveröfugt matarræða málið, það er mikið af kolvetnum og lítið af próteinum.

Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn vaxtarþáttinn Fibroblast Growth Factor 21 (FGF21) sem er hormón sem aðallega er frameiltt í lifrinni. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að FGF21 eigi þátt í því að halda aftur að matarlyst, bæta ónæmiskerfið og lengja líf.

Rannsóknarhópurinn kannaði áhrif mismunandi mataræðis á FGF21 framleiðslu í músum, alls var um að ræða 25 mismunandi samsetningar mataræðis. Í ljós kom að mýs sem fengu kolvetnaríka fæðu höfðu hærri FGF21 gildi en þær mýs sem fengu próteinríka fæðu.

Niðurstöðurnar benda til þess að kolvetnarík fæða gæti verið betri fyrir okkur en próteinrík eftir því sem við eldumst. Þar sem að rannsóknin var framkvæmd á músum er óvíst að sömu áhrifa sé að gæta í mönnum en niðurstöðurnar færa vísindamenn nær því að skilja hlutverk FGF21 og hvernig hægt sé að nota það til að lengja líf og bæta heilsu mannfólks.

Greinin var birt í Cell Metabolism.