tony_abbott2

Það að foreldrar neiti að bólusetja börnin sín er vandamál sem margar þjóðir heimsins glíma við. Til að reyna að auka tíðni bólusetninga hafa Ástralir brugðið á það ráð að leyfa aðeins þeim foreldrum sem hafa bólusett börn sín að fá ákveðna skattaafslætti og barnabætur. Það eru þó undantekningar á þessu ef barnið á á hættu að fá slæm viðbrögð af tiltekinni bólusetningu, vegna trúarástæðna eða vegna annarra persónulegra andmæla.

Nú stendur til að breyta lögunum svo að persónuleg andmæli verði ekki lengur tekin gild. Tillagan er studd af minnihluta ríkistjórnarinnar svo öruggt er að það nái í gegn. Tillagan er umdeild en margir, þar með taldir þeir sem styðja bólusetningar, telja að þeir sem noti persónuleg andmæli séu margir hverji vel efnaðir og nýju lögin skipti þá því litlu máli. Auk þess hafa margir efasemdir um ágæti tillögunnar enda hefur núverandi ríkistjórn Ástralíu ekki verið mjög jákvæð í garð vísinda.

Þeir sem styðja tillöguna vonast til þess að hún komi til með að auka tíðni bóluestninga svo hjarðónæmi verði nægjanlegt til að koma í veg fyrir faraldur. Tíminn mun síðan leiða í ljós hvort að þessi aðferð dugi til.