Mynd: West Coast Life Center
Mynd: West Coast Life Center

D-vítamín, fituleysanlegt vítamín, er efni sem er líkama okkar nauðsynlegt til að starfa rétt. Nauðsyn þess er alltaf að koma betur og betur í ljós, en D-vítamín er til dæmis nauðsynlegt til að beinin þroskist rétt og til að miðla réttu svari í ónæmiskerfinu svo lítið eitt sé nefnt. Rannsóknir á sjúkdómum sem herja á mannin virðast einnig margar hverjar leiða okkur að þessu undraefni, sem því miður alltof fáir innbyrða nóg af.

D-vítamín finnst í mestu magn í mjólkurvörum og sjávarafurðum. Þegar við förum útí sólina hefst einnig D-vítamín framleiðsla í húð, en fyrir fólk á norðlægum slóðum eins og Íslendinga er sólarljósið engan vegin nægjanlegt til að sjá okkur fyrir öllu því D-vítamíni sem við þurfum. Það er þess vegna mikilvægt fyrir okkur að fá vítamínið úr fæðunni og þá aðallega úr lýsi.

Ný rannsókn sem unnin var við University of California sýnir að D-vítamínskortur hjá eldra fólki er tiltölulega algengur. Þessi skortur getur haft mjög víðtæk áhrif og í grein sem birt var í JAMA Neurology birtast vísbendingar þess efnis að skortur leiði til minnistaps og geti verið tengdur framgangi Alzheimer’s.

Þátttakendur í rannsókninni voru 400 eldri borgarar í Kaliforníu, helmingur þátttakenda var með hvíta húð og helmingur með dökka húð. D-vítamín skortur var mun algengarni hjá þeim sem voru með dökka húð samanborið við þá sem voru með hvíta. Eftirfylgni í fimm ár leiddi svo í ljós að þeim sem voru með viðvarandi D-vítamínskort hrakaði meira hvað varðar vitræna getur og minni. D-vítamín framleiðsla sem fer fram í húð þegar húðin kemst í snertingu við sólskin er ekki einungis skert í okkur sem búum svona norðarlega heldur er hún einnig minni í fólki með dökka húð, en dökka húðin er einmitt varnarviðbragð líkamans við miklu sólarljósi. Það er því hluti af því sem höfundar greinarinnar benda á, að sérstaklega þarf að fylgjast með D-vítamín búskap aldraðs, litaðs fólks.

Fyrir þá sem eru farnir að hafa áhyggjur af minnistapi, þá getur D-vítamín að öllum líkindum hjálpað til við að viðhalda minninu, að minnsta kosti á gamals aldrei.

Mynd: West Coast Life Center
Mynd: West Coast Life Center