ht_split_transplant_er_160824_4x3_992

Mikilvægi líffæragjafa verður seint vanmetið enda bjarga þær fjölda mannslífa ár hvert. Fyrir um ári síðan var óvenjuleg líffæraígræðsla framkvæmd þar sem fyrrum slökkviliðsmaðurinn Patrick Hardison fékk nýtt andlit eftir að hafa brunnið illa við störf sín árið 2001. Í dag en Hardison himinlifandi með ígræðsluna sem hann segir hafa gjörbreytt lífi sínu.

Líkt og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var andlit Hardison afar illa farið eftir bruna og átti hann erfitt með að lifa eðlilegu lífi. Að hans sögn hræddust börn hann auk þess sem fólk starði á hann vegna óvenjulegs útlits. Eftir aðgerðina hefur Hardison því í raun fengið líf sitt aftur og segir frelsistilfinninguna sem fylgir því að geta gert einfalda hluti, eins og keyra börn sín í skólann, vera ólýsanlega.

content-1472123927-patrick-hardison-progress-photos-august-2015-to-august-2016-nyu-langone-medical-center

Andlitsígræðsla Hardison var einstök og hefur útkoman farið fram úr björtustu vonum. Á sínum tíma tók aðgerðin 26 klukkustundir og unnu 100 manns að henni í tveimur teymum. Ekki voru nema helmingslíkur á því að Hardison myndir lifa af aðgerðina og var því mikilvægt sem minnstar líkur væru á því að líkami Hardison myndi hafna ígræðslunni. Ígræðslan var því ekki samþykkt fyrr en að læknar höfðu borið saman marvíslega þætti á borð við hæð, þyng, húðlit, hárlit og blóðflokk mannanna tveggja.

Þó aðgerðin hafi tekist vel var enn sú áhætta fyrir hendi að líkami Hardison myndi hafna nýja andlitinu. Líkt og á við um aðra líffæraþega þarf Hardison að taka ónæmisbælandi lyf það sem eftir er ævi sinnar en miðað við gang mála eru læknar bjartsýnir á framhaldið.

Hægt er að lesa meira um það hvernig aðgerðin var framkvæmd hér og í myndbandinu hér að neðan er farið stuttlega yfir sögu Hardison og líf hans í dag.